21. mars 2025 kl. 4:11
Erlendar fréttir
Bretland

He­at­hr­ow-flug­völl­ur lok­að­ur vegna elds­voða í ná­grenn­inu

British Airways-vél á Heathrow.
EPA / Hayoung Jeon

Heathrow-flugvelli í Bretlandi var lokað snemma á föstudagsmorgun og flugferðum frestað vegna elds í rafmagnsstöð í nágrenninu sem var til þess að rafmagn fór af flugstöðinni. Stjórn flugvallarins sagðist búast við mikili truflun á flugferðum næstu daga.

Slökkviliðið í London sagði meiriháttar eld hafa kviknað í rafmagnsstöð í bænum Hayes í Hillingdon. Eldurinn olli rafmagnsleysi á mörgum heimilum og í fyrirtækjum í grenndinni.