21. mars 2025 kl. 16:18
Erlendar fréttir
Bretland

Engin flug­um­ferð um He­at­hr­ow í dag

epaselect epa11978516 British Airways planes parked at Heathrow Airport in London, Britain, 21 March 2025. Heathrow Airport announced on 21 March that it would be closed all day following a power outage 'due to a fire at an electrical substation supplying the airport'.  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
Flugvélar British Airways á Heathrow.EPA-EFE / Tolga Akmen

Heathrow-flugvöllur í Lundúnum á Englandi er enn lokaður eftir að eldur kom upp í spennistöð í bænum Hayes skammt frá flugvellinum í gærkvöldi. Enn logar eldur í spennistöðinni en tekist hefur að koma rafmagni á hluta flugvallarins. Útilokað er þó að flugumferð komist aftur af stað á þessum fjölfarnasta flugvelli Evrópu í dag.

Þúsundir eru strandaglópar vegna málsins og flugvallaryfirvöld vara við því að truflanir verði á flugi til og frá vellinum næstu daga.

Icelandair og British Airways voru með tvær flugferðir hvort á áætlun milli Keflavíkur og Heathrow í dag en þeim hefur öllum verið aflýst.