Lögregla í Bretlandi hefur fellt niður rannsókn á Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsta ráðherra Skotlands. Sturgeon var til rannsóknar í tengslum við fjárdrátt úr sjóðum Skoska þjóðarflokksins.
Peter Murrell, eiginmaður hennar, var hins vegar ákærður og er málið fyrir dómstólum. Murrel og Sturgeon tilkynntu fyrr á árinu að þau hefðu ákveðið að skilja.
Nicola Sturgeon hefur setið á skoska þinginu fyrir Skoska íhaldsflokkinn frá 1999. Hún varð fyrsti ráðherra Skotlands 2014 og gegndi embættinu til ársins 2023. Sturgeon situr enn á þingi, en hefur tilkynnt að hún ætli ekki að gefa kost á sér í skosku kosningunum á næsta ári.
Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands.EPA-EFE / Tolga Akmen