20. mars 2025 kl. 15:40
Erlendar fréttir
Skotland

Sturgeon laus allra mála

Lögregla í Bretlandi hefur fellt niður rannsókn á Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsta ráðherra Skotlands. Sturgeon var til rannsóknar í tengslum við fjárdrátt úr sjóðum Skoska þjóðarflokksins.

Peter Murrell, eiginmaður hennar, var hins vegar ákærður og er málið fyrir dómstólum. Murrel og Sturgeon tilkynntu fyrr á árinu að þau hefðu ákveðið að skilja.

Nicola Sturgeon hefur setið á skoska þinginu fyrir Skoska íhaldsflokkinn frá 1999. Hún varð fyrsti ráðherra Skotlands 2014 og gegndi embættinu til ársins 2023. Sturgeon situr enn á þingi, en hefur tilkynnt að hún ætli ekki að gefa kost á sér í skosku kosningunum á næsta ári.

epa10716650 Scotland's former First Minister Nicola Sturgeon arrives at UK Covid-19 Inquiry to give evidence on Scotland’s response to Covid-19 pandemic in London, Britain, 29 June 2023. Scotland’s longest serving first minister Nicola Sturgeon was arrested earlier in June 2023 following her resignation due to allegations that funds from donations for the independence campaign were misspent by the Scottish National Party (SNP).  EPA-EFE/TOLGA AKMEN
Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands.EPA-EFE / Tolga Akmen