Rólegheit og náttúran gerir Finna hamingjusama

Áttunda árið í röð eru Finnar hamingjusamasta þjóð í heimi. Ísland og Danmörk deila öðru sætinu.

Ólöf Ragnarsdóttir

,

Gagnkvæmt traust, rólegheit og náttúran er á meðal þess sem gerir Finna hamingjusama. Þeir eru í efsta sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims áttunda árið í röð.

Listinn var birtur í dag. Ísland deilir öðru sætinu með Danmörku. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru í topp tíu ásamt Hollandi, Kosta Ríka, Ísrael, Lúxemborg og Mexíkó. En hver er galdurinn á bak við hamingju Finna? „Við erum mjög yfirveguð. Við höfum tíma til að hugsa málin og lifa lífinu friðsamlega og rólega,“ segir Jouni Purhonen sem býr í Helsinki.

„Friðurinn, kyrrðin og áreiðanleikinn. Við tölum hreint út. Og náttúran, auðvitað,“ segir Aino Virolainen sem býr í Helsinki.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV