Kaþólikkar fara með bænir til Guðs um skjótan bata páfans.EPA-EFE / FABIO FRUSTACI
Frans páfi þarf ekki lengur að sofa með súrefnisgrímu til að hjálpa honum að anda. Læknarnir sem hafa umsjón með honum eiga von á því að ástand hans haldi áfram að batna.
Páfinn hefur verið innlagður á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm í næstum fimm vikur. Hann hefur þurft að sofa með súrefnisgrímu sem þrýstir súrefni í lungu hans til að hjálpa við andardrátt. Hann er nú laus við grímuna en verður áfram með súrefnisleiðslu undir nefinu.
Frans hefur verið á batavegi í um tvær vikur en ekki liggur fyrir hvenær hann útskrifast frá sjúkrahúsinu.