20. mars 2025 kl. 3:45
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Páfi laus við súr­efn­is­grím­una

epa11974630 Faithful attend a Rosary prayer for the health of Pope Francis, who is hospitalized with pneumonia, at St. Peter's Square in Vatican City, 19 March 2025. Pope Francis was admitted to the Agostino Gemelli Hospital in Rome on 14 February due to a respiratory tract infection.  EPA-EFE/FABIO FRUSTACI
Kaþólikkar fara með bænir til Guðs um skjótan bata páfans.EPA-EFE / FABIO FRUSTACI

Frans páfi þarf ekki lengur að sofa með súrefnisgrímu til að hjálpa honum að anda. Læknarnir sem hafa umsjón með honum eiga von á því að ástand hans haldi áfram að batna.

Páfinn hefur verið innlagður á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm í næstum fimm vikur. Hann hefur þurft að sofa með súrefnisgrímu sem þrýstir súrefni í lungu hans til að hjálpa við andardrátt. Hann er nú laus við grímuna en verður áfram með súrefnisleiðslu undir nefinu.

Frans hefur verið á batavegi í um tvær vikur en ekki liggur fyrir hvenær hann útskrifast frá sjúkrahúsinu.