Líklegast að sigurverarinn og flokkur fráfarandi landstjóra myndi saman stjórn
Líklegast þykir að Demokraatit, flokkur Jens-Frederik Nielsen, og Inuit Ataqatigiit, flokkur Múte B. Egede, núverandi formanns landsstjórnar, myndi saman stjórn á Grænlandi.
Demokraatit sigraði í kosningunum en Inuit Ataqatigiit fékk slæma útreið.
Einnig þykir vel mögulegt fleiri flokkar verði með miðað við orð leiðtoga Nielsen.
Siumut, hinn rótgróni jafnaðarmannaflokkur, sem tapaði illa í kosningunum, hefur hins vegar sagt að líklega standi hann utan stjórnar vegna úrslitanna.
Grænlendingar, sem fréttastofa ræddi við í dag, voru margir hissa á niðurstöðum kosninganna og margir töldu það ekki skynsamlegt að lýsa yfir sjálfstæði á næstunni, á meðan stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa áhuga á að innlima Grænland.