Átti opinskátt og jákvætt samtal við Bandaríkjaforseta

Dagný Hulda Erlendsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson

,

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafnaði í gær allsherjar vopnahléi í símtali sem hann átti við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Úkraína og Rússland skiptust á 175 stríðsföngum í dag líkt og samið hafði verið um.

Trump ræddi við Volodimír Zelensky Úkraínuforseta í síma í dag. Þeir hafa báðir sagt spjall þeirra hafa verið gott.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins greinir frá því að Trump heiti aðstoð við að endurheimta börn sem hefur verið rænt frá Úkraínu.

Sendinefndir Úkraínu og Bandaríkjanna funda á næstu dögum í Sádi-Arabíu.