Úkraínumenn ekki mótfallnir afnámi refsiaðgerða gegn Rússum

Úkraínumenn eru því ekki mótfallnir að refsiaðgerðir Vesturvelda gegn Rússum verði felldar niður bráðlega, geti það orðið til þess að tryggja frið. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna ræða saman í síma á morgun um vopnahlé í Úkraínu.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

,

Bandaríski fjölmiðillinn Politico hafði í morgun eftir embættismanni, sem fer fyrir refsiaðgerðum fyrir hönd ríkisstjórnar Úkraínu, að Úkraínumenn væru því ekki mótfallnir að Vesturveldin myndu fella niður refsiaðgerðir á hendur Rússum í skiptum fyrir öryggistryggingar Úkraínu og réttlæti til framtíðar. Réttu skilyrðin þyrftu þó að vera fyrir hendi.

Þá sagði embættismaðurinn, Vladyslav Vlasiuk, að Úkraínumenn rýndu í orðræðu rússneskra embættismanna til að komast að því hvaða refsiaðgerðir hefðu verið sársaukafyllstar. Sú þekking væri síðan nýtt í samningaviðræðum.

Yfirvöld í Washington og Moskvu hafa staðfest að Pútín og Trump ræði saman í síma á morgun um mögulegt vopnahlé í Úkraínu.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV