17. mars 2025 kl. 12:11
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Star­bucks greið­ir 50 millj­ón­ir dala vegna of heitra drykkja

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur verið dæmd til að greiða sendli sem starfaði hjá fyrirtækinu 50 milljónir dala, jafnvirði 6,7 milljarða króna, í miskabætur. Sendillinn brenndi sig á heitum drykk sem var ekki rétt skorðaður í bakkanum sem er notaður til að ferja drykkina.

Í úrskurði kemur fram að sendillinn hafi orðið fyrir andlegum og líkamlegum miska og sé nú haldinn kvíða. Í yfirlýsingu frá Starbucks segir að fyrirtækið telji bæturnar úr öllu hófi.

Dómurinn minnir um margt á þekkta málsókn frá 1994 þegar skyndibitakeðjan McDonald's var dæmd til að greiða konu 640.000 dali eftir að hún brenndi sig á heitu kaffi.

epa10978861 People participate in a picket line as part of a nationwide protest organized in response to a lack of a contract for workers, outside of a Starbucks store in New York, New York, USA, 16 November 2023. The strike, which is being called the Red Cup Rebellion as the strike is timed to coincide with a Starbucks promotion, is expected to be the largest strike ever against the coffee company.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Kaffihúsin eru nærri 36 þúsund í 80 löndum.EPA-EFE / JUSTIN LANE