Háttsettir embættismenn handteknir vegna mannskæðs bruna

Oddur Þórðarson

,

59 létust í eldsvoða á næturklúbbi aðfaranótt sunnudags, að mestu ungt fólk, sá yngsti var 16 ára.

1.500 manns voru inni á staðnum þótt aðeins væri leyfi fyrir nokkur hundruð gesti. Eldsvoðinn er rannsakaður sem sakamál og fimmtán hafa þegar verið handteknir. Þar á meðal eru fyrrverandi skrifstofustjóri í efnahagsráðuneyti landsins og deildarstjóri í sama ráðuneyti.

Til viðbótar við þá sem létust í brunanum slösuðust ríflega 150. Reiði sumra aðstandenda, sem biðu fregna af ástvinum á sjúkrahúsi, varð sorginni yfirsterkari.

Fjöldi fólks kom saman til mótmæla víðs vegar um Norður-Makedóníu í dag. Sjö daga þjóðarsorg var lýst yfir í landinu.