17. mars 2025 kl. 2:21
Erlendar fréttir
Vatíkanið

Frans páfi sagður á bata­vegi

Vatíkanið birti í gær fyrstu myndina af Frans páfa frá því að hann var lagður inn á sjúkrahús í febrúar. Á myndinni situr páfi, sem er 88 ára, í hjólastól við altarið í kapellu Gemelli-sjúkrahússins í Róm. Í tilkynningu þakkaði hann batakveðjur sem honum hefðu borist og bað fyrir friði í stríðshrjáðum löndum.

Páfi hefur legið á sjúkrahúsi með alvarlega sýkingu í báðum lungum en er sagður á batavegi. Hann hefur sinnt helstu skyldum sínum af sjúkrabeðnum.

Vangaveltur hafa verið um hvort hann segi af sér sökum veikinda og aldurs. Afar sjaldgæft er að páfi segi af sér.

In this picture released by the Vatican Press Hall Pope Francis celebrates a mass inside the chapel of the Agostino Gemelli polyclinic in Rome, Sunday, March 16, 2025. (Vatican Press Hall, Via AP )
Vatíkanið birti mynd af Frans Páfa í gær.AP/Vatican Press Hall / Uncredited