Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.EPA-EFE / LAURENT CIPRIANI / POOL
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga verulega úr þróunaraðstoð gæti kostað milljónir mannslífa. Tedros Adhanom Ghebreyesus biðlar til Bandaríkjanna að endurskoða ákvörðunina.
Hann segir minnkaðan stuðning Bandaríkjanna geta snúið við 20 ára framförum og leitt til meira en 10 milljóna nýrra HIV-smita og 3 milljóna dauðsfalla tengdum sjúkdómnum.
Niðurskurður til þróunaraðstoðar er hluti af sparnaðaraðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórn hans hefur sagt upp nærri öllu starfsfólki USAID, Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna.