17. mars 2025 kl. 17:08
Erlendar fréttir
Heilbrigðismál

Ákvörð­un Banda­ríkj­anna gæti dregið millj­ón­ir til dauða

epa11782566 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus delivers a speech after inaugurating the WHO Academy campus, in Lyon, France, 17 December 2024. The newly opened campus of the World Health Organization (WHO), aiming to promote lifelong learning across the health sector, will offer high-quality courses to health and care workers.  EPA-EFE/LAURENT CIPRIANI / POOL MAXPPP OUT
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.EPA-EFE / LAURENT CIPRIANI / POOL

Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varar við að ákvörðun Bandaríkjanna um að draga verulega úr þróunaraðstoð gæti kostað milljónir mannslífa. Tedros Adhanom Ghebreyesus biðlar til Bandaríkjanna að endurskoða ákvörðunina.

Hann segir minnkaðan stuðning Bandaríkjanna geta snúið við 20 ára framförum og leitt til meira en 10 milljóna nýrra HIV-smita og 3 milljóna dauðsfalla tengdum sjúkdómnum.

Niðurskurður til þróunaraðstoðar er hluti af sparnaðaraðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Stjórn hans hefur sagt upp nærri öllu starfsfólki USAID, Alþjóðaþróunarstofnunar Bandaríkjanna.