Dragon-geimfar bandaríska fyrirtækisins SpaceX kom að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og því stefnir allt í að tveir geimfarar komist loks heim eftir að hafa verið strandaglópar þar í níu mánuði. Farið lagði af stað á föstudagskvöld.
Stefnt er að því að Butch Wilmore og Suni Williams fari heim með Dragon-farinu í vikunni, ásamt tveimur öðrum geimförum.
Williams og Wilmore lögðu af stað til geimstöðvarinnar með Boeing Starliner síðasta sumar og áttu að snúa til baka átta dögum síðar. Vegna bilunar í þrýstibúnaði Starliner var það þó ekki talið öruggt.
Dragon-farið kom að alþjóðlegu geimstöðinni í nótt.AP/NASA / Uncredited