Milljónir voru án rafmagns á Kúbu í gærkvöld og nótt þegar raforkudreifikerfi landsins hrundi. Rafmagn lá niðri á stórum svæðum í höfuðborginni Havana og víðar í vesturhluta ríkisins.
Kúbverjar hafa staðið frammi fyrir reglulegu rafmagnsleysi undanfarna mánuði. Rafdreifikerfi landsins er víða úrelt og illa við haldið. Þá hafa eldsneytisskortur, náttúruhamfarir og bágt efnahagsástand síðustu misseri ýtt enn frekar undir vandann.
Rafmagnslaust varð í stórum hluta Havana.AP / Ramon EspinosaÍbúar Kúbu hafa staðið frammi fyrir endurteknu rafmagnsleysi síðustu mánuði.AP / Ramon Espinosa