14. mars 2025 kl. 10:52
Erlendar fréttir
Ísrael-Palestína

Lokað fyrir flutn­ing neyð­ar­að­stoð­ar í nær tvær vikur

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur ekki getað sent neinar matarbirgðir til Gaza síðan 2. mars. Ástæðan er sú að Ísrael hefur síðan þá lokað fyrir allar slíkar flutningaleiðir inn á Gaza.

Matarbirgðir á Gaza duga fyrir eldhús hjálparsamtaka og bakarí í mánuð í viðbót, samkvæmt stofnuninni. Þá eru til máltíðir sem duga 550.000 manns í tvær vikur.

Stofnunin lýsir einnig yfir áhyggjum af matarskorti á Vesturbakkanum þar sem Ísraelar hafa hert árásir síðustu vikur, með þeim afleiðingum að fólk hefur hrakist af heimilum sínum og hefur takmarkaðan aðgang að mat.

Displaced Palestinian children walk on a road to return to their homes in the northern Gaza Strip, Tuesday, Jan. 28, 2025. (AP Photo/Abdel Kareem Hana)
Börn á leið aftur heim til sín á norður-Gaza í lok janúar.AP / Abdel Kareem Hana