Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur ekki getað sent neinar matarbirgðir til Gaza síðan 2. mars. Ástæðan er sú að Ísrael hefur síðan þá lokað fyrir allar slíkar flutningaleiðir inn á Gaza.
Matarbirgðir á Gaza duga fyrir eldhús hjálparsamtaka og bakarí í mánuð í viðbót, samkvæmt stofnuninni. Þá eru til máltíðir sem duga 550.000 manns í tvær vikur.
Stofnunin lýsir einnig yfir áhyggjum af matarskorti á Vesturbakkanum þar sem Ísraelar hafa hert árásir síðustu vikur, með þeim afleiðingum að fólk hefur hrakist af heimilum sínum og hefur takmarkaðan aðgang að mat.
Börn á leið aftur heim til sín á norður-Gaza í lok janúar.AP / Abdel Kareem Hana