13. mars 2025 kl. 12:33
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Vonar að Banda­ríkja­mönn­um takist að sann­færa Rússa um vopna­hlé

Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti vonar að Bandaríkjamönnum takist að sannfæra Rússa um að fallast á vopnahlé í Úkraínu. Úkraínumenn hafa þegar samþykkt 30 daga vopnahlé en ráðgjafi Rússlandsforseta lýsti því yfir í morgun að vopnahlé myndi ekki gera annað en veita Úkraínuher andrými. Rússar vildu að hagsmunir þeirra væru tryggðir.

Zelensky skrifaði í færslu á samfélagsmiðlum í morgun að úr því að ekki hefði komið neitt afgerandi svar frá Rússum hýddi það að þeir vildu berjast áfram. Heimurinn hefði beðið í meira en sólarhring eftir svari.

Sendinefnd á vegum Bandaríkjastjórnar er komin til Moskvu og fundar með rússneskum embættismönnum í dag.

FILE - President Volodymyr Zelenskyy speaks to the media during a briefing at the Khmelnytskyi Nuclear Power Plant, Ukraine, Thursday, Feb. 13, 2025. (AP Photo/Alex Babenko, File)
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.AP / Alex Babenko