13. mars 2025 kl. 13:59
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump hótar 200% tolli á evr­ópskt vín

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar að leggja 200% toll á evrópskt vín og aðra áfenga drykki. Þetta skrifar hann á samfélagsmiðil sinn Truth Social.

Evrópusambandið tilkynnti í gær um toll á bandarískt viskí upp á 50% en tollaáform Evrópusambandsins eru svar við tollum Bandaríkjanna á stál og ál sem tóku gildi í gær.

Í yfirlýsingu á Truth Social ítrekar Trump þá skoðun sína að Evrópusambandið sé fjandsamlegt í garð Bandaríkjanna og segir bandalagið hafa verið myndað til þess að klekkja á Bandaríkjunum.

President Donald Trump waits for the arrival of Ireland's Prime Minister Micheál Martin at the White House in Washington, Wednesday, March 12, 2025. (AP Photo/Alex Brandon)
President Donald Trump waits for the arrival of Ireland's Prime Minister Micheál Martin at the White House in Washington, Wednesday, March 12, 2025. (AP Photo/Alex Brandon)AP / Alex Brandon