9. mars 2025 kl. 20:27
Erlendar fréttir
Argentína

Að minnsta kosti 15 látnir í flóðum í Argentínu

Stór flóð í Bahía Blanca á austurströnd Argentínu hafa kostað að minnsta kosti 15 manns lífið. Mikil úrkoma hefur verið síðan á föstudag og á aðeins þremur dögum féllu um 300 mm af regni, þegar meðalúrkoma fyrir heilan mánuð er 129 mm.

Tæplega 1.500 manns hafa verið fluttir frá borginni til Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, á sama tíma og björgunarsveitir leita enn að tugum týndra. Útlit er fyrir að veðrið skáni töluvert næstu tvo sólarhringana, í það minnsta.

epa11947999 Emergency personnel assist a woman affected during a flood due to heavy rains, in Bahia Blanca, Argentina, 07 March 2025, following torrential rainfall of more than 200 millimeters in four hours.  EPA-EFE/PABLO PRESTI
EPA-EFE / PABLO PRESTI