8. mars 2025 kl. 10:32
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

For­seta Suður-Kóreu sleppt úr haldi

Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Hann er þó enn til rannsóknar eftir að hafa verið settur af í desember.

Suðurkóreska þingið samþykkti þá að ákæra Yoon til embættismissis en hann hafði áður sett á herlög og hugðist stjórna landinu með tilskipunum. Herlögin urðu tilefni mikilla mótmæla sem urðu til þess að Yoon afturkallaði þau sólarhring eftir að þau tóku gildi.

Það kemur í hlut stjórnarskrárdómstóls landsins að kveða upp dóm. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.

Yoon var handtekinn í janúar en hann hafði þá ítrekað neitað að mæta í skýrslutöku hjá saksóknara.

epa11948413 South Korea's impeached president Yoon Suk Yeol (C) waves to supporters as he arrives in front of his residence after being released from detention, in Seoul, South Korea, 08 March 2025. A South Korean court on 07 March lifted the arrest warrant for President Yoon over his brief imposition of martial law last December, clearing the way for his release from jail.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
Yoon Suk Yeol heilsar stuðningsmönnum eftir að hafa verið sleppt úr haldi í dag.EPA-EFE / JEON HEON-KYUN