6. mars 2025 kl. 14:24
Erlendar fréttir
Evrópa
Verðbólguspá versnað á evrusvæðinu
Seðlabanki Evrópu lækkaði í dag hagvaxtarhorfur fyrir evrusvæðið og hækkaði verðbólguspá.
Nú er gert ráð fyrir að 0,9 prósenta hagvexti í ár og eins komma tveggja (1,2) á næsta ári, en fyrri spá var upp á 1,1 prósenta hagvöxt nú og 1,4 á næsta ári.
Verðbólguspá fyrir þetta ár var hækkuð úr 2,1 prósentum upp í 2,3 aðallega vegna hækkunar á orkuverði.