Í dag stendur til að reyna að lenda ómönnuðu geimfari Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, á tunglinu. Blue Ghost fór frá jörðu um miðjan janúar og komst á sporbaug um tunglið 13. febrúar.
Farið var byggt af bandaríska fyrirtækinu Firefly Aerospace og hefur síðustu vikur myndað yfirborð tunglsins. Til stendur að Blue Ghost safni upplýsingum og sendi þær til vísindamanna á jörðu niðri.
Stefnt er að því að farið lendi á yfirborði tunglsins um klukkan 8:30 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi á youtube-rás NASA.
Blue Ghost hefur verið á sporbaug um tunglið frá 13. febrúar.AP/Firefly Aerospace / Uncredited