26. febrúar 2025 kl. 6:14
Erlendar fréttir
Suður-Kórea

Fæð­ing­ar­tíðni hækk­aði í Suður-Kóreu í fyrsta sinn í níu ár

Fæðingartíðni hækkaði í Suður-Kóreu í fyrra, í fyrsta sinn í níu ár. Hjónavígslum fjölgaði einnig töluvert, eða um nærri fimmtán prósent, sem er mesta fjölgun á milli ára frá því að mælingar hófust árið 1970.

Fæðingartíðni í landinu árið 2023 var sú lægsta í heimi eftir að hafa lækkað stöðugt frá árinu 2015. Suður-kóresk stjórnvöld hafa hrint af stað ýmsum úrræðum til að takast á við þetta og hvetja ungt fólk til barneigna.

Íbúafjöldi Suður-Kóreu var mestur árið 2020, þegar hann var rúmlega 51 milljón, og að óbreyttu er áætlað að hann lækki niður í rúmlega 36 milljónir árið 2072.