Farþegarútan á hlið við slysstað í Taílandi.EPA-EFE / THAI HIGHWAY POLICE / HANDOUT
Tveggja hæða rúta með fjörutíu og níu fullorðna farþega valt ofan í skurð í Prachin Buri-héraði í Taílandi í nótt. Rútan var í samfloti með tveimur sams konar rútum og á leið niður brekku þegar bremsur hennar gáfu sig og bílstjóri missti stjórn á henni.
Sautján farþegar voru úrskurðaðir látnir á staðnum og einn lést síðar á sjúkrahúsi. Tuttugu og þrír farþegar eru slasaðir.
Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.