26. febrúar 2025 kl. 12:33
Erlendar fréttir
Taíland

Átján létust í rútu­slysi í Taílandi

epa11924921 A handout photo made available by the Thai Highway Police shows the wreckage of a bus that overturned after it crashed, at an accident site on a downhill road in Nadi district, Prachin Buri province, about 150 kilometers east of Bangkok, Thailand, 26 February 2025. A bus carrying villagers for a community study tour crashed after a driver lost control, causing the bus to overturn and plunge off the downhill road. Eighteen passengers were killed and 32 others wounded, according to the Prachin Buri road safety center.  EPA-EFE/THAI HIGHWAY POLICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Farþegarútan á hlið við slysstað í Taílandi.EPA-EFE / THAI HIGHWAY POLICE / HANDOUT

Tveggja hæða rúta með fjörutíu og níu fullorðna farþega valt ofan í skurð í Prachin Buri-héraði í Taílandi í nótt. Rútan var í samfloti með tveimur sams konar rútum og á leið niður brekku þegar bremsur hennar gáfu sig og bílstjóri missti stjórn á henni.

Sautján farþegar voru úrskurðaðir látnir á staðnum og einn lést síðar á sjúkrahúsi. Tuttugu og þrír farþegar eru slasaðir.

Þessi frétt er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.