19. febrúar 2025 kl. 6:45
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Evr­ópu­sam­band­ið boðar 6 millj­arða evra hern­að­ar­að­stoð fyrir 24. febr­ú­ar

Evrópusambandið hefur í bígerð að veita Úkraínu umfangsmikla hernaðaraðstoð að verðmæti um sex milljarða evra.

epa11896526 A Ukrainian serviceman directs a light towards a damaged protective shelter over the remains of the reactor Unit 4 at the Chernobyl nuclear power plant (NPP), near the city of Chernobyl, Ukraine, 14 February 2025, amid the Russian invasion. Ukraine's President Zelensky said on 14 February, that a Russian drone with a 'high-explosive warhead' struck the shelter covering the destroyed Unit 4 of the Chernobyl NPP overnight. A fire was extinguished and radiation levels are being monitored at the site, Ukrainian authorities said.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
Úkraínskur hermaður beinir kastljósi að varnaskýli við Zaporizhzia-kjarnorkuverið.EPA-EFE / SERGEY DOLZHENKO

Vefritið Politico greinir frá þessu og segir Úkraínumenn fá skotfæri fyrir stórskotalið, loftvarnakerfi og annan búnað til að styrkja varnir þeirra. Diplómatar innan sambandsins telja andstöðu Ungverja geta komið í veg fyrir að aðstoðin verði samhljóða samþykkt.

Ætlunin er að búnaðurinn verði til reiðu fyrir Úkraínuheimsókn sendinefndar framkvæmdanefndar Evrópusambandsins 24. febrúar. Þá verða þrjú ár liðin frá því herir Rússlands réðust inn í landið.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV