17. febrúar 2025 kl. 5:40
Erlendar fréttir
Svíþjóð
Handtóku mann vegna sprengingar í Stokkhólmi
Sænska lögreglan handtók karlmann í nótt í tengslum við sprengingu við fjölbýlishús í Stokkhólmi. Sprengingin varð um klukkan 01:30 að staðartíma.
Enginn særðist en hlið fyrir utan bygginguna er gjörónýtt og nokkrar rúður brotnuðu. Viðbragðsaðilar sögðu enga hættu á að húsið myndi hrynja vegna sprengingarinnar.
Maðurinn var handtekinn skömmu eftir sprenginguna í nágrenni byggingarinnar. Lögreglan segist ekki útiloka að fleiri séu grunaðir í málinu.