9. febrúar 2025 kl. 0:23
Erlendar fréttir
Jarðhræringar

Flóð­bylgju­við­vör­un eftir stóran jarð­skjálfta í Karíba­hafi

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir rúma tvö hundruð kílómetra undan ströndum Cayman-eyja vestanvert í Karíbahafi.

Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir undan ströndum Cayman-eyja.Wikimedia Commons / Roger Wollstadt

Skjálftinn átti upptök sín grunnt í jarðskorpunni samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsríkja varaði við að hættulegar öldur gætu skollið á ströndum ríkja í næstum þúsund kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni, meðal annars Kúbu, Mexíkó, Haítí, Gvatemala og Jamaíka auk Cayman-eyja.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV