Norsku konungshjónin Haraldur og Sonja þegar þau tóku á móti sendinefnd frá Rapa Nui.EPA-EFE / Lise Aserud
Sonja Noregsdrottning steig aftur fram í sviðsljósið í gærkvöld eftir að hún fékk ígræddan hjartagangráð um miðjan janúar.
Drottningin fékk gáttatif þegar hún var á skíðaferð með konungsfjölskyldunni og var í skyndingu lögð inn á sjúkrahús í Lillehammer. Skömmu síðar greindi hirðin frá því að Sonja væri á batavegi eftir hjartaaðgerð. Hún opnaði í gærkvöld sýninguna „Við háborð konungs“, þar sem gefur að líta margs konar borðbúnað.