Grísk yfirvöld hafa kallað úr björgunarsveitir og sérsveit til að tryggja öryggi íbúa á eynni Santorini vegna jarðskjálftahættu. Borið hefur á jarðskjálftum þar undanfarna daga og óttast er að þeir séu fyrirboði mun stærri skjálfta sem gæti jafnvel hrint af stað flóðbylgju.
Rúmlega 200 skjálftar hafa mælst við eyjuna undanfarna tvo sólarhringa.
Íbúar eru hvattir til að dvelja ekki nærri ströndum eða í fjölmennum hópum innandyra.
Varað er við hættu á stórum jarðskjálfta á Santorini.AP / Petros Giannakouris