30. janúar 2025 kl. 6:21
Erlendar fréttir
Japan
Ökumaður í Japan fastur á tíu metra dýpi í tvo daga
Japönsk björgunaryfirvöld reyna enn að bjarga ökumanni eftir að jarðvegur gaf sig undir götu sem hann ók eftir nærri Tókýó fyrir tveimur dögum. Bíll mannsins liggur á um tíu metra dýpi að sögn japanskra fjölmiðla og holan er álíka breið.
Óttast er um líðan hans. Viðbragðsaðilar voru í samskiptum við hann skömmu eftir að bíll hans féll en síðan hefur ekkert heyrst frá honum. Unnið er í kappi við tímann því talið er að vatn streymi inn í holuna.
Þá er einnig óttast að gasleiðsla gæti rofnað og rýming er í gildi fyrir íbúa í nágrenninu. Talið er að jarðvegur hafi gefið sig undir veginum í kjölfar leka úr skolplögn.