31. desember 2024 kl. 1:11
Erlendar fréttir
Trínidad og Tóbagó

Neyð­ar­ástandi lýst yfir vegna yf­ir­gangs glæpa­gengja

Stjórnvöld á Tríndiad og Tóbagó hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna aukins ofbeldis af hálfu glæpagengja.

FILE - The country's coat of arms is displayed on the facade of a government building in Port-of-Spain, Trinidad and Tobago, Aug. 20, 2024. (AP Photo/Ash Allen, File)
Stjórnarbygging í höfuðborginni Port of Spain.AP / Ash Allen

Allnokkrir hafa verið myrtir, þeirra á meðal fimm karlmenn sem taldir eru hafa verið drepnir í hefndarskyni.

Fitzgerald Hinds, ráðherra öryggismála, óttast að yfirgangur glæpamannanna færist enn í aukana verði ekki hart brugðist við. Ekki verður sett á útgöngubann en stjórnvöld boða að her- og lögreglumenn verði mun sýnilegri á götum úti en verið hefur.