Stjórnvöld á Tríndiad og Tóbagó hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna aukins ofbeldis af hálfu glæpagengja.
Stjórnarbygging í höfuðborginni Port of Spain.AP / Ash Allen
Allnokkrir hafa verið myrtir, þeirra á meðal fimm karlmenn sem taldir eru hafa verið drepnir í hefndarskyni.
Fitzgerald Hinds, ráðherra öryggismála, óttast að yfirgangur glæpamannanna færist enn í aukana verði ekki hart brugðist við. Ekki verður sett á útgöngubann en stjórnvöld boða að her- og lögreglumenn verði mun sýnilegri á götum úti en verið hefur.