Ómur kirkjuklukkna vakti íbúa eins úthverfa norsku borgarinnar Björgvinjar af værum svefni skömmu eftir miðnætti að staðartíma.
Kirkjuklukkur klingja sjaldnast þegar komið er fram á nótt. Mynd úr safni.RÚV/Landinn / Magnús Atli Magnússon
Lögreglunni bárust allmargar tilkynningar frá fólki sem var nokkuð brugðið vegna þessarar óvenjulegu tímasetningar klukknahljómsins. Klukkan var orðin hálftvö þegar lögreglumönnum með fulltingi starfsmanns kirkjunnar tókst loks að þagga niður í kirkjuklukkunum. Lögregla kom að kirkjudyrunum opnum, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins, en hvorki virðist hafa verið hreyft við neinu í kirkjunni né nokkuð skemmt.