Fjöldi barna sem býr á átakasvæðum hefur tvöfaldast frá árinu 1990, samkvæmt samantekt UNICEF í Finnlandi.
Palestínsk barnafjölskylda í skýli sínu á Gaza á jóladag.EPA-EFE / MOHAMMED SABER
Þau telja um það bil 473 milljónir og fleiri börn urðu fórnarlömb stríðsrekstrar fyrstu níu mánuði þessa árs en allt árið á undan. Stofnunin segir árið því á allan hátt það versta fyrir börn sem búa á landsvæðum þar sem styrjaldir geisa. Brotum gegn börnum hafi fjölgað mikið, ekki síst í tengslum við stríðin á Gaza og í Úkraínu.