28. desember 2024 kl. 23:44
Erlendar fréttir
Deilur og stríð

Tvö­falt fleiri börn búa á átaka­svæð­um en árið 1990

Fjöldi barna sem býr á átakasvæðum hefur tvöfaldast frá árinu 1990, samkvæmt samantekt UNICEF í Finnlandi.

epa11793170 The family of five-year-old Misk Bilal Al Madhoun (2-L) inside their shelter in Deir al-Balah, central Gaza Strip, 25 December 2024. According to her parents, Misk suffers from malnutrition amid the lack of necessary food and medicines. The United Nations in October 2024 warned that acute malnutrition in the Gaza Strip was at serious levels, ten times higher than before the escalation of the hostilities.  EPA-EFE/MOHAMMED SABER
Palestínsk barnafjölskylda í skýli sínu á Gaza á jóladag.EPA-EFE / MOHAMMED SABER

Þau telja um það bil 473 milljónir og fleiri börn urðu fórnarlömb stríðsrekstrar fyrstu níu mánuði þessa árs en allt árið á undan. Stofnunin segir árið því á allan hátt það versta fyrir börn sem búa á landsvæðum þar sem styrjaldir geisa. Brotum gegn börnum hafi fjölgað mikið, ekki síst í tengslum við stríðin á Gaza og í Úkraínu.