Allir tíu farþegar um borð í lítilli flugvél létust þegar hún brotlenti í brasilíska ferðamannabænum Gramado. Flugvélin rakst á reykháf íbúðarhúss og efri hæð byggingar áður en hún brotlenti í verslun.
Brasilískir miðlar herma að kaupsýslumaður hafi flogið vélinni og fjölskylda hans hafi verið um borð auk samstarfsmanns.
Að minnsta kosti tólf voru fluttir á sjúkrahús með áverka og reykeitrun. Tveir eru taldir í lífshættu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.
Vélin brotlenti á verslun.AP / Mateus BruxelFlugvélin rakst á reykháf á heimili og efri hæð byggingar áður en hún brotlenti.AP / Mateus Bruxel