Frá blaðamannafundi um sameiningarviðræðurnar.EPA-EFE / FRANCK ROBICHON
Japönsku bílarisarnir Honda og Nissan hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um sameiningu fyrirtækjanna. Tilgangurinn með því er að færast nær kínverskum keppinautum og Teslu í framleiðslu á rafbílum.
Nýtt eignarhaldsfyrirtæki verður stofnað um reksturinn og stefnt er að því að skrá það á markað í Tókýó í ágúst 2026.
Mitsubishi Motors, sem er hluti af Nissan-samstæðunni, hefur einnig ákveðið að taka þátt í viðræðunum.