23. desember 2024 kl. 8:54
Erlendar fréttir
Japan

Honda og Nissan ræða sam­ein­ingu

epa11790643 (L-R) Nissan Motor Co. President and CEO Makoto Uchida, Honda Motor Co. President Toshihiro Mibe, and Mitsubishi Motors Corp. President and CEO Takao Kato speak during a joint press conference in Tokyo, Japan, 23 December 2024. Nissan, Honda, and Mitsubishi Motors have signed a memorandum of understanding (MOU) to explore Mitsubishi Motors’ potential participation and synergy-sharing in the business integration outlined in a previous MOU between Nissan and Honda.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
Frá blaðamannafundi um sameiningarviðræðurnar.EPA-EFE / FRANCK ROBICHON

Japönsku bílarisarnir Honda og Nissan hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um sameiningu fyrirtækjanna. Tilgangurinn með því er að færast nær kínverskum keppinautum og Teslu í framleiðslu á rafbílum.

Nýtt eignarhaldsfyrirtæki verður stofnað um reksturinn og stefnt er að því að skrá það á markað í Tókýó í ágúst 2026.

Mitsubishi Motors, sem er hluti af Nissan-samstæðunni, hefur einnig ákveðið að taka þátt í viðræðunum.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV