Minnst 38 létust á austurströnd Brasilíu í gær, þegar rúta, fólksbíll og vöruflutningabíll skullu saman.
Vöruflutningabíllinn var með stóra graníthnullunga á pallinum og ollu þeir miklu tjóni.
Fjölmiðlar í Brasilíu segja að einn hnullungurinn hafi fallið af pallinum og hafnað á rútunni með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjórnina og rútan hafnaði utan vegar þar sem kviknaði í henni.
Um borð voru 45 farþegar og aðeins fáir þeirra sluppu lifandi.
Slysið er það mannskæðasta á vegum Brasilíu í tæpa tvo áratugi.