16. desember 2024 kl. 1:25
Erlendar fréttir
Sýrland

Um­fangs­mestu árásir Ísra­ela um árabil og Rússar flytja brott sendi­ráðs­starfs­fólk

epa11777194 An armed Syrian rebel fighter stands in an office among scattered papers on the floor inside prison 'Branch 215' in Damascus, Syria, 14 December 2024, after opposition forces seized the capital toppling president Bashar al-Assad. The prison, one of the Assad regime's notorious detention centers, was operated by the Syrian military intelligence service.  EPA-EFE/BILAL AL HAMMOUD
Sýrlenskur uppreisnarmaður stendur á skjalahrúgu illræmds fangelsis í Damaskus.EPA-EFE / BILAL AL HAMMOUD

Ísraelsher gerði loftárásir á hernaðarleg skotmörk í sýrlenska strandhéraðinu Tartus í gær. Sýrlenska mannréttindavaktin segir árásunum hafa verið beint að loftvarnakerfum og eldflaugaskotpöllum. Vaktin segir atlögurnar þær umfangsmiklu í héraðinu allt frá árinu 2012.

Rússar hafa flutt hluta starfsliðs sendiráðs síns brott frá Sýrlandi og einnig liðsinnt við brotthvarf starfsfólks sendiráða Belarús og Norður-Kóreu. Flogið var með fólkið í herflugvél frá herstöð í strandhéraðinu Latakíu. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir frá þessu á samskiptamiðlinum Telegram og áréttar að starfsemi sendiráðsins í höfuðborginni Damaskus verði haldið áfram.