Sýrlenskur uppreisnarmaður stendur á skjalahrúgu illræmds fangelsis í Damaskus.EPA-EFE / BILAL AL HAMMOUD
Ísraelsher gerði loftárásir á hernaðarleg skotmörk í sýrlenska strandhéraðinu Tartus í gær. Sýrlenska mannréttindavaktin segir árásunum hafa verið beint að loftvarnakerfum og eldflaugaskotpöllum. Vaktin segir atlögurnar þær umfangsmiklu í héraðinu allt frá árinu 2012.
Rússar hafa flutt hluta starfsliðs sendiráðs síns brott frá Sýrlandi og einnig liðsinnt við brotthvarf starfsfólks sendiráða Belarús og Norður-Kóreu. Flogið var með fólkið í herflugvél frá herstöð í strandhéraðinu Latakíu. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir frá þessu á samskiptamiðlinum Telegram og áréttar að starfsemi sendiráðsins í höfuðborginni Damaskus verði haldið áfram.