Grímuklæddur félagi í uppreisnarsveitum ber fána í gamla borgarhlutanum í Damaskus.AP / Hussein Malla
Katarar hyggjast opna sendiráð að nýju í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þrettán ár eru síðan Persaflóaríkið hafði sendiráð í landinu en utanríkisráðuneytið segir til standa að hefja þar starfsemi þegar á morgun, þriðjudag.
Rekja má lokun sendiráðsins til harkalegra aðgerða stjórnar Bashars al-Assads gegn mótmælendum í júlí 2011. Mótmælin stigmögnuðust og leiddu af sér blóðuga borgarstyrjöld. Katarska utanríkisráðuneytið segir opnun sendiráðsins til stuðnings byltingu sýrlensku þjóðarinnar.