16. desember 2024 kl. 5:00
Erlendar fréttir
Sýrland

Kat­arar opna sendi­ráð í Dam­ask­us

FILE - A masked opposition fighter carries a flag of Hayat Tahrir al-Sham (HTS) in the courtyard of the Umayyad Mosque in the old walled city of Damascus, Syria, on Tuesday, Dec. 10, 2024. HTS is the largest rebel faction within the opposition that toppled Bashar Assad's regime last Sunday. (AP Photo/Hussein Malla, File)
Grímuklæddur félagi í uppreisnarsveitum ber fána í gamla borgarhlutanum í Damaskus.AP / Hussein Malla

Katarar hyggjast opna sendiráð að nýju í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Þrettán ár eru síðan Persaflóaríkið hafði sendiráð í landinu en utanríkisráðuneytið segir til standa að hefja þar starfsemi þegar á morgun, þriðjudag.

Rekja má lokun sendiráðsins til harkalegra aðgerða stjórnar Bashars al-Assads gegn mótmælendum í júlí 2011. Mótmælin stigmögnuðust og leiddu af sér blóðuga borgarstyrjöld. Katarska utanríkisráðuneytið segir opnun sendiráðsins til stuðnings byltingu sýrlensku þjóðarinnar.