16. desember 2024 kl. 5:30
Erlendar fréttir
Brasilía

For­set­inn á heim­leið eftir höf­uð­að­gerð

Brasilíuforseti var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær eftir að læknar gerðu aðgerð á höfði hans til að stöðva blæðingu við heila.

epa11634419 Brazilian President Luiz Inacio Lula da Silva speaks to the media at the end of a press conference in Mexico City, Mexico, 30 September 2024. Lula da Silva stated in Mexico that it is necessary to 'resume a conversation' with Venezuela so that it 'returns to democratic normality' after the political crisis unleashed after the July presidential elections.  EPA-EFE/Bienvenido Velasco
Brasilíuforseti hefur glímt við afleiðingar falls síðan í október.EPA-EFE / Bienvenido Velasco

Luiz Inacio Lula da Silva sagðist á heimleið, í nokkuð góðu standi. Lula fékk höfuðhögg og heilablæðingu þegar hann datt á baðherbergi í forsetahöllinni í október. Læknar forsetans segja hann strax geta hafið störf en hann þurfi þó að fara gætilega næstu fimmtán daga.

Læknar segja verr hafa getað farið en Lula verður áfram í Sao Paulo fram á fimmtudag þegar ástand hans verður metið. Reynist allt í sóma má Lula halda til höfuðborgarinnar Brasiliu og snúa sér alfarið að skyldustörfum.