13. desember 2024 kl. 22:10
Erlendar fréttir
Tyrkland

Tyrk­neska sendi­ráð­ið í Sýr­landi opnað aftur

Tyrkneska sendiráðið í Damasucus, höfuðborg Sýrlands, verður opnað aftur á morgun. Þetta sagði Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, í viðtali við sjónvarpsstöðina NTV.

Sendiráðinu var lokað 26. mars 2012, ári eftir að borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi. Fidan hafði heitið því að Tyrkir myndu opna sendiráðið aftur þegar aðstæður væru betri. Tæp vika er síðan uppreisnarmenn náðu völdum í landinu og steyptu forsetanum Bashar al-Assad af stóli.

Syrians arrive to cross into Syria from Turkey at the Cilvegozu border gate, near the town of Antakya, southern Turkey, Monday, Dec. 9, 2024. (AP Photo/Metin Yoksu)
Sýrlendingar hafa flykkst yfir til Sýrlands frá Tyrklandi síðustu daga eftir að forseta landsins var steypt af stóli.AP / Metin Yoksu