Tyrkneska sendiráðið í Damasucus, höfuðborg Sýrlands, verður opnað aftur á morgun. Þetta sagði Hakan Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands, í viðtali við sjónvarpsstöðina NTV.
Sendiráðinu var lokað 26. mars 2012, ári eftir að borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi. Fidan hafði heitið því að Tyrkir myndu opna sendiráðið aftur þegar aðstæður væru betri. Tæp vika er síðan uppreisnarmenn náðu völdum í landinu og steyptu forsetanum Bashar al-Assad af stóli.
Sýrlendingar hafa flykkst yfir til Sýrlands frá Tyrklandi síðustu daga eftir að forseta landsins var steypt af stóli.AP / Metin Yoksu