12. desember 2024 kl. 5:30
Erlendar fréttir
Brasilía

Lula forseti í aðgerð vegna heilablæðingar

Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, leggst undir skurðarhnífinn í dag svo koma megi í veg fyrir frekari blæðingu á heila.

epaselect epa11729447 Brazilian President Luiz Inacio Lula da Silva takes part in an official photo at the end of the second day of the G20 Summit of Heads of State, in Rio de Janeiro, Brazil, 19 November 2024. The G20 Summit brings together leaders from 55 nations and organizations on 18 and 19 November at the Museum of Modern Art in Rio de Janeiro.  EPA-EFE/ANDRE COELHO
Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseti.EPA-EFE / ANDRE COELHO

Forsetinn var fluttur í skyndingu á sjúkrahús á þriðjudagskvöld þar sem læknum tókst að stöðva heilablæðingu. Þá var sagt að Lula heilsaðist eftir atvikum ágætlega en ákveðið var að gera stærri aðgerð til öryggis.

Seint í október afboðaði Lula þátttöku í ráðstefnu BRIKS-ríkjanna í Rússlandi eftir að hann datt heima hjá sér og hlaut örlitla heilablæðingu. Hann hefur síðan dregið mjög úr ferðalögum þar sem læknar þurfa að fylgjast grannt með heilsu hans.