Luiz Inácio Lula da Silva, forseti Brasilíu, leggst undir skurðarhnífinn í dag svo koma megi í veg fyrir frekari blæðingu á heila.
Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseti.EPA-EFE / ANDRE COELHO
Forsetinn var fluttur í skyndingu á sjúkrahús á þriðjudagskvöld þar sem læknum tókst að stöðva heilablæðingu. Þá var sagt að Lula heilsaðist eftir atvikum ágætlega en ákveðið var að gera stærri aðgerð til öryggis.
Seint í október afboðaði Lula þátttöku í ráðstefnu BRIKS-ríkjanna í Rússlandi eftir að hann datt heima hjá sér og hlaut örlitla heilablæðingu. Hann hefur síðan dregið mjög úr ferðalögum þar sem læknar þurfa að fylgjast grannt með heilsu hans.