26. nóvember 2024 kl. 2:10
Erlendar fréttir
Japan

Eldur braust út við prófun jap­anskr­ar geim­flaug­ar

Mikill eldur gaus upp við prófun á geimflaug japönsku geimferðastofnunarinnar í morgun. Japanskir miðlar segja mikla sprengingu hafa orðið um hálfri mínútu eftir að eldur braust út við vél flaugarinnar. Geimflaugin er af gerðinni Epsilon-S.

Engin slys urðu á fólki, hefur fréttastofa AFP eftir japönsku geimferðastofnuninni, og upptök eldsins eru til rannsóknar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður við prófun Epsilon-S geimflauga stofnunarinnar. Síðasta sumar varð sprenging í vél slíkrar geimflaugar tæpri mínútu eftir að prófun hófst.