24. nóvember 2024 kl. 22:40
Erlendar fréttir
Brasilía

17 létust í rútu­slysi í Bras­il­íu

Að minnsta kosti 17 eru látnir eftir umferðarslys í Brasilíu þar sem rúta hafnaði ofan í gili. Flestir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi en einn lést eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Áður var sagt að 23 hefðu látið lífið en yfirvöld sögðu í yfirlýsingu í kvöld að þeir væru sautján.

Um fjörutíu voru um borð í rútunni og yfirvöld segja um tuttugu vera særða.

Ríkisstjóri Alagoas, þar sem slysið varð, lýsti yfir þriggja daga sorg í ríkinu. Tildrög slyssins eru ókunn en rútan var á ferð um svæði sem er erfitt yfirferðar og mikið um brattar hlíðar.