20. nóvember 2024 kl. 11:57
Erlendar fréttir
Innrás í Úkraínu

Pútín sagður til­bú­inn til vopna­hlé­svið­ræðna við Trump

Pútín Rússlandsforseti er reiðubúinn að ræða vopnahlé í Úkraínu við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta. Hann ætlar þó ekki að fallast á að gefa eftir mikið af því landsvæði sem Rússar hafa hertekið. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmönnum úr rússneska stjórnkerfinu.

Pútín myndi krefjast þess að Úkraína gangi ekki í NATO. Rússar hafa innlimað Donetsk, Luhansk, Zaporizhzhia og Kherson og hafa yfirráð yfir sjötíu til áttatíu prósentum landsvæða þar. Mögulega samþykkja Rússar að draga sig frá svæðum í Kharkiv og Mykolaiv.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa ítrekað lýst yfir að þau gefi ekki eftir land og hætti ekki við inngöngu í NATO.

epa06395972 (FILE) - Russian President Vladimir Putin (R) and US President Donald J. Trump (L) talk at the break of a leader's meeting at the 25th Asia-Pacific Economic Cooperation (APEC) summit in Da Nang, Vietnam, 11 November 2017 (Issued 17 December 2017). According to the Kremlin, Russian President Vladimir Putin called US President Donald J. Trump to thank him for a tip provided by the CIA that thwarted a terrorist attack that targeted the Kazan Cathedral in St. Petersburg, Russia.  EPA-EFE/MIKHAIL KLIMENTYEV/SPUTNIK/KREML MANDATORY CREDIT
EPA