Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, ætlar að skipa Mehmet Oz sem yfirmann sjúkratryggingastofnananna Medicare og Medicaid; er varða sjúkratryggingar fólks á ellilífeyrisaldri og öryrkja annars vegar og lágtekjuhópa hins vegar.
Mehmet Oz hefur gefið læknisráð í sjónvarpsþáttum árum saman.AP / Matt Rourke
Oz er betur þekktur sem Dr. Oz og hefur öðlast frægð og frama í sjónvarpsþáttum síðustu áratugi, meðal annars í þáttum hinnar víðfrægu bandarísku sjónvarpskonu Oprah Winfrey.
Trump sagði í yfirlýsingu að Oz myndi tryggja hagkvæmari árangur í heilbrigðismálum en þekkist í heiminum.
Oz er dyggur stuðningsmaður Trumps og bauð sig fram til þings í Pennsylvaníu árið 2022.