Ný stjórnarskrá fyrir Mið-Afríkuríkið Gabon var samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.
Frá kjörstað í Gabon.AP / Betines Makosso
Herforingjastjórnin í landinu segir að bráðabirgðaniðurstöður sýni að tæp 92 prósent landsmanna hafi greitt atkvæði með stjórnarskránni sem dregin var upp af Brice Oligui Nguema, settum forseta landsins.
Herinn rændi völdum í ágúst í fyrra eftir forsetakosningar þegar Ali Bongo Ondimba var endurkjörinn þriðja sinni. Hann tók við völdum af föður sínum, Omari Bongo, sem varð forseti 1967. Grunur lék á að úrslitum kosninganna hefði verið hagrætt.