16. nóvember 2024 kl. 6:00
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Forseti fulltrúadeildarinnar vill ekki opinbera skýrslu um Gaetz

Matt Gaetz talks before President-elect Donald Trump speaks during an America First Policy Institute gala at his Mar-a-Lago estate, Thursday, Nov. 14, 2024, in Palm Beach, Fla. (AP Photo/Alex Brandon)
Donald Trump tilnefndi Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra.AP / Alex Brandon

Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings er afar andvígur birtingu skýrslu siðanefndar þingsins um Matt Gaetz, sem Donald Trump hefur tilnefnt sem dómsmálaráðherra. Hann er sakaður um kynferðisbrot gagnvart einstaklingum undir lögaldri og mansal, en hefur ávallt þvertekið fyrir það.

Bæði Repúblikanar og Demókratar hafa krafist birtingar skýrslunnar en Mike Johnson segir þannig vinnubrögð ekki tíðkast í fulltrúadeildinni. Til stóð að birta skýrsluna í næstu viku. Gaetz hefur sagt af sér þingmennsku og því segir Johnson ekki lengur í verkahring þingsins að rannsaka ávirðingar á hendur honum. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta tilnefninguna.