9. nóvember 2024 kl. 7:59
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Trump gæti hafa sigrað í öllum sveiflu­ríkj­um

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tryggt sér sigur í sveifluríkinu Nevada. Ekki eru næg ótalin atkvæði til að Kamala Harris varaforseti gæti fengið meirihluta atkvæða í ríkinu. Sigur Harris þar hefði þó ekki breytt neinu um niðurstöður kosninganna því Trump var þegar með næg atkvæði í kjörmannakerfinu til að tryggja sér forsetaembættið.

Trump hefur nú tryggt sér alls 301 kjörmann á landsvísu. Enn á eftir að klára atkvæðatalningu í Arizona en þar er fylgi Trumps yfir 50 prósent þegar yfir 80 prósent hafa verið talin.

Ef hann sigrar þar hefur hann tryggt sér sigur í öllum sjö sveifluríkjunum í nýafstöðnum forsetakosningum.

FILE - Republican presidential nominee former President Donald Trump is reflected in the bullet proof glass as he finishes speaking at a campaign rally in Lititz, Pa., Nov. 3, 2024. (AP Photo/Matt Rourke, File)
Trump hefur unnið kosningasigur í nærri öllum sveifluríkjunum.AP / Matt Rourke