Repúblikanaflokkurinn er aðeins sjö þingsætum frá því að ná meirihluta í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Repúblikanar hafa þegar náð meirihluta í öldungadeildinni og sem kunnugt er náði frambjóðandi flokksins, Donald Trump, kjöri í forsetakosningunum í vikunni.
Enn á eftir að klára atkvæðatalningu um 25 þingsæti í fulltrúadeildinni og því er ekki enn öruggt að Repúblikanar nái þeim 218 sætum sem þarf til að ná meirihluta.
Nú er beðið eftir lokaniðurstöðum úr nokkrum kjördæmum víða um Bandaríkin, meðal annars í Kaliforníu og Arizona. Það gæti tekið nokkra daga að fá niðurstöður í öllum kjördæmum á hreint.
Atkvæðatalning í þingkosningum stendur enn yfir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.AP / Matt Rourke