7. nóvember 2024 kl. 1:14
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Biden ávarp­ar Banda­ríkja­menn í dag

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa bandarísku þjóðina í dag í fyrsta sinn eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningunum. Biden hampaði Kamölu Harris varaforseta í yfirlýsingu í gærkvöld og sagði hana hafa staðið í aðdáunarverðri kosningabaráttu við óvenjulegar aðstæður. Hann sagði jafnframt að val hans á Harris til varaforsetaefnis hefði verið besta ákvörðun sem hann hefði tekið.

President Joe Biden walks from Marine One as he arrives on the South Lawn of the White House in Washington, Monday, Nov. 4, 2024. (AP Photo/Ben Curtis)
Joe Biden Bandaríkjaforseti.AP / Ben Curtis

„[Harris] leiddi sögulega baráttu sem endurspeglar hvað er mögulegt með sterkt siðferðisþrek og skýra sýn fyrir frjálsari og réttlátari þjóð og aukin tækifæri fyrir Bandaríkjamenn,“ sagði í yfirlýsingu Bidens.

Fleiri erlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV