Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ávarpa bandarísku þjóðina í dag í fyrsta sinn eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningunum. Biden hampaði Kamölu Harris varaforseta í yfirlýsingu í gærkvöld og sagði hana hafa staðið í aðdáunarverðri kosningabaráttu við óvenjulegar aðstæður. Hann sagði jafnframt að val hans á Harris til varaforsetaefnis hefði verið besta ákvörðun sem hann hefði tekið.
Joe Biden Bandaríkjaforseti.AP / Ben Curtis
„[Harris] leiddi sögulega baráttu sem endurspeglar hvað er mögulegt með sterkt siðferðisþrek og skýra sýn fyrir frjálsari og réttlátari þjóð og aukin tækifæri fyrir Bandaríkjamenn,“ sagði í yfirlýsingu Bidens.