24. október 2024 kl. 17:11
Erlendar fréttir
Færeyjar

Um­hverf­is­ráð­herra Fær­eyja segir af sér

Ingilin D. Strøm, umhverfisráðherra Færeyja, hefur sagt af sér embætti. Hún greindi frá afsögn sinni í ræðu á færeyska þinginu fyrir stuttu.

Áformað hafði verið að leggja fram vantrauststillögu á Ingilin og segir hún afsögn sína tilkomna vegna þess.